Stjórnendur Brotafls og Kraftbindinga neita sök

Konráð Þór Lárusson og Róbert Páll Lárusson við þingfestingu málsins …
Konráð Þór Lárusson og Róbert Páll Lárusson við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Mál framkvæmdastjóra og stjórnarmanna verktakafyrirtækjanna Brotafls og Kraftbindinga, sem ákærðir eru fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókahaldslögum og peningaþvætti, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Fimm eru ákærð í málinu; Konráð Þór Lárusson, stjórnarmaður í Kraftbindingum, sem nú heitir Summit ehf., Róbert Páll Lárusson, framkvæmdastjóri Kraftbindinga, Kristján Þórisson, framkvæmdastjóri Starfsmanna ehf., Sigurjón G. Halldórsson, framkvæmdastjóri Brotafls og Þórkatla Ragnarsdóttir, einnig framkvæmdastjóri Brotafls.

Neita sök

Konráð og Róbert voru einir ákærðra viðstaddir þingfestingu í dag og neita báðir sök. Málinu yfir Sigurjóni og Þórkötlu hafði áður verið þingfest þar sem vitað var að þau gætu ekki komið fyrir dóminn í morgun. Þau neita bæði sök. Kristján Þórisson mætti ekki í þingfestingu í morgun og því verður þingfestingu í málinu yfir honum frestað þar til á föstudag.

Sigurjón og Þórkatla eru ákærð fyr­ir að hafa staðið skil á efn­is­lega röng­um virðis­auka­skatt­skýrsl­um, rang­fært bók­hald fé­lags­ins með því að færa til­hæfu­lausa sölu­reikn­inga í bók­hald fé­lags­ins og fyr­ir pen­ingaþvætti sem aflaði þeim að minnsta kosti 64 millj­óna í ávinn­ing í þágu rekstr­ar eða í eig­in þágu.

Róbert og Konráð Kraft­bind­inga eru ákærður fyr­ir það sama og fram­kvæmda­stjór­ar Brotafls en í ákær­unni seg­ir að ávinn­ing­ur þeirra af pen­ingaþvætti sé að lág­marki tæp­lega 88 millj­ón­ir króna.

Fram­kvæmd­ar­stjóri Starfs­manna ehf. og annarra fé­laga er ákærður fyr­ir að hafa hjálpað stjórn­end­um Kraft­bind­inga með bók­halds­svik og pen­ingaþvætti en talið er í ákær­unni að ávinn­ing­ur af pen­ingaþvætti hans hafi verið á bil­inu 152 millj­ón­ir til allt að 763 millj­ón­um í þágu hans eða í þágu annarra aðila.

Aðalmeðferð í málinu er áætlað að fari fram dagana 22.-24. mars á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert