Tekur ekki fyrir kynferðisbrot gegn sambúðarsyni

Hæstiréttur neitaði málskotsbeiðni konunnar í dag.
Hæstiréttur neitaði málskotsbeiðni konunnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hafnaði í dag málskotsbeiðni konu sem dæmd er fyrir að kynferðislega misnota sambúðarson sinn yfir tveggja ára tímabil. Konan var dæmd í tveggja ára og níu mánaða fangelsi og var gert að greiða brotaþola sjö hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Málskotsbeiðni konunar var byggð á því að mikilvægt sé að Hæstiréttur skeri úr um vægi sálfræðivottorða í málum eins og þessu, þá einnig að dómur Landsréttar sé rangur að formi og efni.

Ekki hafi verið tekið tillit til áður nefnds sálfræðivottorðs auk þess að ekki var tekin afstaða til tiltekinna ummæla brotaþola. Eins og áður segir hafnaði Hæstiréttur málskotsbeiðninni.

Sagði piltinn hafa nauðgað sér

Konan var ákærð og dæmd, bæði í Héraðsdóm og síðar staðfest fyrir Landsrétti, fyrir að hafa yfir tveggja ára tímabil brotið kynferðislega gegn pilti sem var sextán og sautján ára þegar brotin áttu sér stað. Konan var þá í sambúð með föður piltsins en hún er sex árum eldri en pilturinn.

Upphaflega var hún dæmd fyrir rangar sakargiftir eftir að hún kærði piltinn fyrir og sagði hann hafa nauðgað sér og áreitt kynferðislega á umræddu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert