13 liggja á Landspítala vegna Covid-19

Frá gjörgæsludeild Landspítala.
Frá gjörgæsludeild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

13 sjúk­ling­ar liggja á Land­spít­ala vegna Covid-19. Meðal­ald­ur þeirra er 63 ár. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.  

1.411 sjúklingar, þar af 501 barn, eru á Covid-göngudeild spítalans, að því er fram kemur í tilkynningu.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 224 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert