Áslaug Hulda vill leiða sjálfstæðismenn í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Áslaug Hulda Jónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar, býður sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í prófkjöri sem haldið verður fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Gunnar Einarsson, oddviti og bæjarstjóri, hefur tilkynnt að hann láti af störfum í lok kjörtímabils en hann hefur verið bæjarstjóri í tæp 17 ár.

Áslaug Hulda hefur setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2010 og hefur skipað fyrsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Hún hefur verið forseti bæjarstjórnar og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

„Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk og mikil uppbygging framundan í ört vaxandi bæjarfélagi. Ég hef sterka framtíðarsýn fyrir Garðabæ og vil veita Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ forystu til að vinna af krafti að þeim verkefnum sem framundan eru. Ég bý yfir víðtækri reynslu og þekkingu á þeim málaflokkum sem snúa að sveitarfélaginu og hef þar að auki sinnt fjölbreyttum störfum í atvinnulífinu,” segir Áslaug Hulda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert