Gæsluvarðhald vegna gruns um 22 brot gegn börnum

Landsréttur staðfestir úrskurð um Gæsluvarðhald.
Landsréttur staðfestir úrskurð um Gæsluvarðhald. mbl.is/Hanna

Landsréttur staðfesti í síðustu viku úrskurð um gæsluvarðhald yfir sjötugum karlmanni en maðurinn er grunaður um um að hafa sent börnum á á aldrinum 11 til 16 ára skilaboð af kynferðislegum toga. Rúv greinir frá.

Þá féllst Landsréttur ekki á þá kröfu mannsins að hann yrði frekar vistaður á geðdeild.

Í frétt Rúv segir að alls séu 22 mál til rannsóknar þar sem maðurinn kemur við sögu og að horfa yrði til þess að kynferðisbrotin beindust gegn börnum. Í úrskurði héraðsdóms segir einnig að brotaferill mannsins hafi verið nánast samfelldur frá því í byrjun maí þessa árs.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 6. janúar en hann kærði niðurstöðuna til Landsréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert