Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með stjórnina

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nær öllum kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Rúmlega helmingur kjósenda VG lýsir yfir ánægju með stjórnina.

Um 68% kjósenda Framsóknarflokksins líst vel á stjórnina.

Þetta er meðal niðurstaðan netkönnunar Prósents sem Fréttablaðið greinir frá.

Um 16% landsmanna líst vel á ríkisstjórna og um 23% segja að sér lítist frekar vel á hana. 19% líst mjög illa á hana og 16% frekar illa. 19% líst hvorki vél né illa á stjórnina.

Yngstu kjósendur eru almennt óánægðastir en ánægjan eykst með hækkandi aldri og tekjum. 

Könnunin var gerð dagana 1. til 10. desember meðal 2.300 úr könnunarhópi Prósents. Svarhlutfall var 49,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka