Fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lauk rétt í þessu. Á fundinum var samþykkt að leggja fyrir fulltrúaráðið að ekki yrði farið í hefðbundið prófkjör við val á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor heldur verði ráðist í leiðtogaprófkjör.
Eyþór Laxdal Arnalds og Hildur Björnsdóttir hafa þegar gefið út að þau sækist eftir að leiða lista sjálfstæðismanna í vor.
Var þessi aðferð við val á lista sömuleiðis farin fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar Eyþór var kjörinn oddviti flokksins í Reykjavík.