Leiðtogaprófkjör hjá sjálfstæðismönnum í borginni

Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds hafa þegar tilkynnt að þau …
Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds hafa þegar tilkynnt að þau sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna í borginni. mbl.is/Eggert

Fundi stjórn­ar Varðar, full­trúaráðs sjálf­stæðis­fé­laga í Reykja­vík, lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var samþykkt að leggja fyr­ir full­trúaráðið að ekki yrði farið í hefðbundið próf­kjör við val á lista fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor held­ur verði ráðist í leiðtoga­próf­kjör. 

Eyþór Lax­dal Arn­alds og Hild­ur Björns­dótt­ir hafa þegar gefið út að þau sæk­ist eft­ir að leiða lista sjálf­stæðismanna í vor. 

Var þessi aðferð við val á lista sömu­leiðis far­in fyr­ir síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þegar Eyþór var kjör­inn odd­viti flokks­ins í Reykja­vík. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert