Svissnesk úr bætast við fjáröflun Landsbjargar

Margir fá fiðring í magann þegar flugeldasala hefst.
Margir fá fiðring í magann þegar flugeldasala hefst. mbl.is/Hari

Slysavarnafélagið Landsbjörg hóf nýverið að selja svissnesk úr til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Sala úranna bætist því við sölu á flugeldum og sölu á Neyðarkallinum hjá Landsbjörg. Á heimasíðu Landsbjargar segir að úrin, sem framleidd eru af Luminox, henti fyrir krefjandi íslenskar aðstæður, dag sem nótt, enda búi þau yfir sérstakri nano-tækni sem geri þeim kleift að lýsa í myrkri. Úrin kosta frá 69.000 krónum og upp í 104.000 krónur.

Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að úrin séu framleidd fyrir erfiðar aðstæður. Merki Landsbjargar er á úrunum. „Þetta eru falleg úr og það er alltaf einhver áhugi á þeim. Við erum ekki að selja þau í bílförmum en það hafa margir áhuga enda eru þetta góð úr og vönduð.“

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir flugeldasölu björgunarsveita og mótast hann nokkuð af áhrifum alheimsfaraldurs kórónuveiru. Flutningar milli landa, einkum og sér í lagi frá Kína, hafa reynst torveldari en áður og beita hefur þurft kænsku til að allt gengi upp. „Okkur hefur tekist með hjálp góðra manna og fyrirtækja að ná inn því sem við pöntuðum. Síðustu gámarnir koma í næstu viku,“ segir Kristján. Flugeldarnir koma nokkuð seinna til landsins í ár en alla jafna og því er minni tími til undirbúnings en ella.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Luminox-úrin kosta allt að 104.000 kr.
Luminox-úrin kosta allt að 104.000 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert