Ásgeir segir auðvelt að sanna sakleysi sitt

Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson.
Bergsveinn Birgisson og Ásgeir Jónsson. Samsett mynd

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir frek­ar auðvelt að sann­reyna að efni í bók hans, Eyj­an hans Ing­ólfs, sé unnið úr Land­námu en ekki bók Berg­sveins Birg­is­son­ar; Leit­inni að svarta vík­ingn­um.

Þetta kem­ur fram í færslu Ásgeirs á Face­book þar sem hann svar­ar pistli Berg­sveins. Sá síðar­nefndi hélt því fram að þrátt fyr­ir að hans bók hafi hvergi verið nefnd á nafn séu litl­ar op­in­ber­an­ir sem sýni hvaða bók höf­und­ur hef­ur haft á borði sínu við lest­ur á Landmáma­bók.

Mætti hér sem dæmi nefna hvað Ásgeir skrif­ar um Há­mund helj­ar­skinn: «Hann fékk Örn, frænda sinn, til sín en hann hafði numið Arn­ar­fjörð á Vest­fjörðum … Örn … kom til Eyja­fjarðar til að vinna með frænda sín­um að héraðsskip­an» (bls. 148). Hvergi kem­ur fram í Land­náma­bók né öðrum miðalda­heim­ild­um að Örn sé frændi Há­mund­ar eða Geir­mund­ar helj­ar­skinns,“ seg­ir í grein Berg­sveins.

Ásgeir seg­ir auðvelt að svara þessu:

„Í Land­námu seg­ir „Örn hét maður ágæt­ur; hann var frændi Geir­mund­ar helj­ar­skinns; hann fór af Roga­landi fyr­ir of­ríki Har­alds kon­ungs. Hann nam land í Arnar­f­irði svo vítt sem hann vildi,“ skrif­ar Ásgeir og held­ur áfram:

„Örn spurði til Há­mund­ar helj­ar­skinns frænda síns norður í Eyjaf­irði, og fýst­ist hann þangað; því seldi hann Áni rauðfeld lönd öll milli Langa­ness og Stapa,“ stend­ur í færslu Ásgeir þar sem vitnað er í Land­námu.

„Það stend­ur því skýr­um stöf­um í Land­námu að Örn sá er nam Arn­ar­fjörð sé frændi þeirra bræðra Há­mund­ar og Geir­mund­ar helj­ar­skinns – en er ekki til­gáta. Hér er þó aðeins eitt sand­korn af stórri strönd. Ég mun í fram­haldi tjá mig bet­ur um málið með grein­ar­gerð,“ skrif­ar Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert