Með hlýrri sunnanátt hvessir norðanlands að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Byljóttum vindi er spáð og hviðum 35-40 metrar á sekúndu, svo sem á Siglufjarðarvegi, t.d. við Stafá og Sauðanes. Eins víðar í Skagafirði og Eyjafirði.
Hann segir að þetta verði staðan frá því um hádegi í dag, en veðrið mun skána heldur í kvöld.
Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að suðaustan 13-20 m/s og rigning eða súld séð spáð í dag. Þurrt verði á Norðaustur- og Austurlandi. Snýst í sunnan og suðvestan 10-18 og dregur úr vætu eftir hádegi. Hvassari um tíma í nótt, einkum um landið norðaustanvert. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast norðantil
Minnkandi suðlæg átt á morgun, víða 5-10 m/s síðdegis. Súld eða dálítil rigning með köflum, en þurrt að kalla á N-verðu landinu fram á kvöld. Hiti 2 til 8 stig.