Guðmundur dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir manndráp

Guðmundur réðst inn á heimili móður sinnar og sambýlismanns hennar …
Guðmundur réðst inn á heimili móður sinnar og sambýlismanns hennar í Torrevieja. Ljósmynd/Wikipedia.org

Guðmundur Freyr Magnússon, sem varð unnusta móður sinnar að bana á heimili þeirra í Torrevieja á Spáni fyrir tæpu ári síðan, hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi. Dómarinn í málinu sagði Guðmund hafa sýnt grimmd. Þá sagði hann að Guðmundur hafi valdið manninum óþarfa þjáningum með því að stinga hann ítrekað og skilja hann eftir á lífi þar sem honum blæddi út.

Spænski miðillinn Información greindi frá þessu en DV greindi frá fyrst íslenskra miðla.

Guðmundur hafði áður játað verknaðinn og var það virt honum til refsilækkunar. Sömuleiðis var sturlunarástand hans vegna verulegrar fíkniefnaneyslu virt honum til refsilækkunar.

Hafði neytt fíkniefna í viku

Guðmund­ur viður­kenndi að hafa komið að heim­ili móður sinn­ar í þeim til­gangi að myrða sam­býl­is­mann­inn. Þá braust hann inn á heim­ilið með því að klifra yfir vegg og kastað gaskút inn um rúðuna. Þegar hann var kom­inn inn fyr­ir réðst hann á sam­býl­is­mann­inn og stakk hann með hníf með þeim af­leiðing­um að hann lést.

Guðmundur sagðist ekki muna eft­ir verknaðinum og bar fyr­ir sig að hann þjáðist af geðræn­um vanda­mál­um. Þá sagðist hann einnig hafa neytt fíkni­efna í viku áður en morðið var framið.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert