Hvassviðri og súld í dag

Útlit er fyrir hvassviðri í dag.
Útlit er fyrir hvassviðri í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Veðurstofa Íslands spáir suðaustan hvassviðri og rigningu eða súld á vestanverðu landinu fyrri part dags, en heldur hægari vindi og þurru veðri á Norðaustur- og Austurlandi.

„Eftir hádegi snýst í sunnan og suðvestan 10-18 m/s og dregur úr vætu. Það verður milt í veðri, hiti yfirleitt á bilinu 4 til 10 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðan- og austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

„Minnkandi suðlæg átt á morgun, víða gola eða kaldi eftir hádegi. Súld eða dálítil rigning með köflum sunnantil á landinu, en það verður þurrt að kalla á norðanverðu landinu fram á kvöld. Kólnar heldur.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert