Ítarleg greining áður en Krýsuvík verði raskað

Fjöldi fólks leggur leið sína á hverasvæðið við Krýsuvík.
Fjöldi fólks leggur leið sína á hverasvæðið við Krýsuvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagsmunaárekstur gæti verið í uppsiglingu ef uppbygging jarðhitavirkjunar í Krýsuvík verður að veruleika.

Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.

Starfshópur á vegum Hafnarfjarðarbæjar segir uppbyggingu virkjunar á svæðinu augljósasta kostinn til að mæta skorti á vatni á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn skilað nýlega af sér skýrslu í fimm liðum um möguleika á nýtingu á svæðinu.  

Krýsuvík hefur notið aukinna vinsælda hjá ferðamönnum á undanförnum árum. Bjarnheiður segir að það sé og verði æ stærra viðfangsefni að meta virði náttúraauðlinda eftir því hvernig þær eru nýttar. Ferðaþjónusta annars vegar og orkunýting hins vegar sé klassískt mál í því samhengi.

Seltún í Krýsuvík.
Seltún í Krýsuvík.

Seltúni verði ekki stefnt í hættu

Hún nefnir sem dæmi að það yrði synd ef háhitasvæðinu við Seltún yrði stefnt í hættu sem ferðamannastað.

„Reykjanesið er svæði sem hefur verið vanmetið og á að mínu mati mikið inni sem ferðamannasvæði, og er vissulega í sókn eftir að hafa fengið á sig kastljós í tengslum við gosið í Fagradalsfjalli. Það er í öllu falli mikilvægt að fram fari mjög ítarleg kostnaðar- og ábatagreining, áður en ráðist verður í mikið rask á þessu svæði,” segir Bjarnheiður við mbl.is.

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert