Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda þjónaðarmála að undanförnu. Er tekið fram að m.a. sé um að ræða þjófnað á farsímum úr búningsklefum íþróttahúsa á höfuðborgarsvæðinu.
Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur þá í varðhald til 10. janúar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að rannsóknin sé umfangsmikil og að talið sé að um skipulagðan þjófnað sé að ræða.
Í vikunni var meðal annars greint frá því að tólf farsímum hafi verið stolið af hópi barna sem stunduðu frjálsar íþróttir hjá ÍR.