Vilja að Finnbogi dragi ásakanir sínar til baka

Finnbogi Hermannsson með einræður Steinólfs.
Finnbogi Hermannsson með einræður Steinólfs. mbl.is/Sigurður Bogi

Morg­un­blaðinu hef­ur borist yf­ir­lýs­ing frá börn­um Stein­ólfs Lárus­son­ar í Ytri-Fagra­dal á Skarðsströnd í Döl­um vegna ásak­ana Finn­boga Her­manns­son­ar, sem skráði ævi­sögu Stein­ólfs, á hend­ur Berg­sveini Birg­is­syni rit­höf­undi fyr­ir að hafa tekið orðfæri úr bók­inni Ein­ræður Stein­ólfs og notað í bók Berg­sveins, Svar við bréfi Helgu. Ein­ræður Stein­ólfs komu út árið 2003 en bók Berg­sveins árið 2010.

Í yf­ir­lýs­ing­unni, sem Berg­sveinn aðstoðaði við að senda Morg­un­blaðinu, fara börn Stein­ólfs fram á það við Finn­boga að hann dragi ásak­an­ir sín­ar til baka. Komu þær í kjöl­far fregna um að Berg­sveinn hafði ásakað Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóra um ritstuld, eins og fram hef­ur komið í Morg­un­blaðinu.

Lýsa þau jafn­framt óánægju sinni með vinnu­brögð Finn­boga við end­urút­gáfu á Ein­ræðum Stein­ólfs, sem komu út árið 2019.

Yf­ir­lýs­ing­in er und­ir­rituð af Sesselju, Höllu Sig­ríði og Stefáni Skafta Stein­ólfs­börn­um og er eft­ir­far­andi, millifyr­ir­sögn er blaðsins:

„Við Stein­ólfs­börn urðum hvumsa við að Finn­bogi Her­manns­son ásaki Berg­svein Birg­is­son um ritstuld.

Eins og öll­um hlutaðeig­andi aðilum er kunn­ugt færði Stein­ólf­ur sjálf­ur mikið af frá­sögn­um bók­ar­inn­ar Ein­ræður Stein­ólfs í Ytri-Fagra­dal (2003) í let­ur. Í því til­viki, þegar Finn­bogi Her­manns­son ásak­ar aðra um ritstuld þar sem vísað er í orðfæri Stein­ólfs sjálfs, hef­ur Finn­bogi eignað sér það orðfæri sem Stein­ólf­ur lagði til verks­ins, og í öðru lagi slær Finn­bogi eign sinni á orðfæri Stein­ólfs al­mennt þegar hann sagði frá. Er rétt að geta þess að fleiri en Finn­bogi Her­manns­son komu að út­gáfu bók­ar­inn­ar, og lögðu enn rík­ari rit­stjórn af hendi til verks­ins en Finn­bogi.

Voru ekki spurð álits við end­urút­gáfu

Við erum því hjart­an­lega ósam­mála að hann slái eign sinni á texta og orðfæri Stein­ólfs á þenn­an hátt. För­um við fram á að ásak­an­ir þess­ar verði dregn­ar til baka.

Ekki var held­ur staðið að end­urút­gáfu bók­ar­inn­ar, Ein­ræður Stein­ólfs í Ytri-Fagra­dal árið 2019, á þann hátt sem við vild­um, og ekki veitt­um við held­ur skrif­legt umboð til þess. Þar hef­ur Finn­bogi skeytt sín­um eig­in texta, sem hann kall­ar Skarðsstrand­arrollu, fram­an við texta Stein­ólfs, og lít­um við svo á að það eigi ekki heima við hlið höf­und­ar­verks Stein­ólfs. Og þótt höf­und­ar­rétt­ur segi til um að bók­in sé Stein­ólfs líka vor­um við ekki spurð álits á þessu fyr­ir­komu­lagi og erum því mót­fall­in.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert