22 einstaklingar eru væntanlegir til landsins á þriðjudag frá Afganistan en hópurinn lenti í morgun í Georgíu. Ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti allt að 120 einstaklinga frá Afganistan í kjölfar valdatöku talíbana. Ef allt gengur að óskum næstu daga mun heildarfjöldi þeirra sem íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti standa í 83.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.
Þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun á sínum tíma um að taka á móti fólkinu var áhersla lögð á að sækja þá sem unnu með eða fyrir Atlantshafsbandalagið, fyrrverandi nemendum alþjóðlega jafnréttisskólans á Íslandi og einstaklingum sem áttu rétt á fjölskyldusameiningu eða voru komnir með samþykkta umsókn um dvalarleyfi.
Stjórnvöld í Katar veittu íslenskum stjórnvöldum aðstoð við að ferja hluta hópsins þangað þar sem fulltrúar frá Íslands tóku á móti honum og fylgdu hingað til lands.
Þá hafa alþjóðlega fólksflutningstofnunin, IOM, og stjórnvöld í Georgíu og Svíþjóð einnig reynst hjálpleg við að koma fólkinu til Íslands, en aðgerðirnar eru flóknar og krefjast mikillar samhæfingar, að því er fram kemur í tilkynningunni.