Að minnsta kosti þrír þingmenn smitaðir

Hópsmit kom upp á Alþingi.
Hópsmit kom upp á Alþingi. mbl.is/​Hari

Hópsmit kórónuveiru hefur komið upp á Alþingi en að minnsta kosti þrír þingmenn og tveir úr starfsliði þeirra hafa greinst með Covid-19. Líklegt þykir að fleiri smit eigi eftir að greinast en einn þingmaður til viðbótar bíður nú eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Hann er með talsverð einkenni.

Rúv. greinir frá.

Þingmennirnir sem um ræðir tilheyra tveimur stjórnarandstöðuflokkum.

Haft er eftir Birgi Ármannssyni forseta Alþingis að ekki liggi fyrir hversu margir séu smitaðir en þetta sé þó ekki í fyrsta sinn sem þingmenn hafi greinst smitaðir af veirunni. Kalla þurfi varaþingmenn inn í slíkum tilfellum.

Allir þingmenn verða kallaðir í hraðpróf á mánudag en að sögn Birgis hafa sóttvarnaaðgerðir verið viðhafðar á þingi. Situr helmingur þingmanna inn í þingsalnum og hinn helmingurinn í hliðarsölum. Ekki er ljóst hverjir það eru sem þurfa að sæta sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert