Allt var stopp við Hafnarfjall

Veginum var lokað í kjölfar slyssins og eru því nokkrar …
Veginum var lokað í kjölfar slyssins og eru því nokkrar tafir á umferð. Ljósmynd/Aðsend

Umferð er komin aftur af stað undir Hafnarfjalli og hefur vegurinn verið opnaður að nýju.

Veginum var lokað og umferð stöðvuð eftir umferðarslys um klukkan 16.30. Myndaðist í kjölfarið löng bílaröð á veginum og sátu bílar fastir í allt að þrjá tíma.

Einn var fluttur af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir slysið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert