Dæmdir fyrir þaulskipulögð þjófnaðarbrot

Mennirnir stálu meðal annars úr verslun Bláa lónsins.
Mennirnir stálu meðal annars úr verslun Bláa lónsins. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo erlenda karlmenn í annars vega fimm mánaða fangelsi og hins vegar þriggja mánaða fangelsi fyrir þaulskipulögð þjófnaðarbrot.

Menn­irn­ir voru hand­tekn­ir 27. októ­ber, eftir að þeir voru gripnir við að stela úr verslun Bláa lónsins, og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald tveim­ur dög­um síðar.

Að mati lög­reglu var um að ræða þaul­skipu­lögð þjófnaðar­brot, sem fram­kvæmd voru af rík­um ásetn­ingi, þar sem verknaðaraðferð voru þaul­skipu­lögð og notaðar til verks­ins sér­út­bún­ar tösk­ur, þjófnaðarn­ir eru ít­rekaðir og end­ur­tekn­ir, fram­kvæmd­ir af mörg­um aðilum og á mörg­um stöðum. Alls var ákær­an í tíu liðum.

Mennirnir játuðu að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct að verðmæti 163.900 krónum, úlpum að verðmæti 310 þúsund úr verslun Bláa lónsins, vörum úr Hagkaupum fyrir 221.883 krónur, ilmvatni úr Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur.

Auk þess stal annar mannanna úlpum og bol úr verslun 66° á Akureyri að vermæti 94.100 krónum.

Sá sem fór norður fékk fimm mánaða dóm, þar af eru þrír þeirra skilorðsbundnir. Hinn var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af eru tveir þeirra skilorðsbundnir.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert