Fækkar um tvo á spítala

Frá Landspítal.
Frá Landspítal.

Ellefu sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Eru það tveimur færri en í gær þegar þrettán lágu á spítala. Meðalaldur sjúklinganna er 75 ár. Tveir af þessum ellefu eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél.  

1.560 sjúklingar eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar spítalans, þar af 571 barn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa 229 verið lagðir inn á Landspítala vegna Covid-19.

Spítalinn er á hættustigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert