Ganga út frá því að þau séu smituð

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Hari

Tvö af þremur smitum sem vitað er að komu upp meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar greindust í þingflokki Viðreisnar. Þetta staðfestir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Enn sem komið er liggur ekki fyrir hverjir það eru sem munu þurfa að sæta sóttkví vegna smitanna en að sögn Hönnu Katrínar hefur smitrakningarteymið ekki enn haft samband. Hún segir þó fólk gæta sín og að flestir hafi nú þegar farið í próf. Býst hún við að niðurstöður skili sér í fyrramálið.

„Við göngum öll út frá því núna að við séum smituð. Það er eina vitið. Við högum okkur samkvæmt því,“ segir Hanna og bætir við: „Það verður kannski bara glænýr þingflokkur sem mætir í vinnu á mánudaginn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert