Gat ekki brugðist við sökum svefndrunga

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms og felldi málið undir 194. gr. …
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms og felldi málið undir 194. gr. hegningarlaga. Hanna Andrésdóttir

Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms og dæmdi karlmann í 18 mánaða fangelsi, fyrir að hafa beitt konu kynferðisofbeldi sem hún gat ekki spornað við sökum svefndrunga.

Fullnustu refsingarinnar var þó frestað og verður hún látin niður falla haldi dæmdi skilorð til fimm ára. Þar að auki var hinum dæmda gert að greiða brotaþola 1.500.000 krónur í miskabætur.

Brugðist trausti

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að dæmdi hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi, hann hefði gengist við brotinu og tjáð einlæga iðrun auk þess sem ekki hafi verið um að ræða styrkan og einbeittan vilja til að brjóta gegn brotaþola, að því er segir í dómi Landsréttar.

Á hinn bóginn var litið til þess að dæmdi hafi brotið gegn mikilvægum hagsmunum brotaþola og brugðist trúnaðartrausti hennar sem hefði samkvæmt gögnum málsins haft veruleg áhrif á líðn hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert