Þriggja bíla árekstur á Miklubraut

Þrír bílar rákust saman nú fyrir skömmu.
Þrír bílar rákust saman nú fyrir skömmu. mbl.is

Fimm voru fluttir á sjúkrahús, allir með minniháttar áverka, eftir þriggja bifreiða árekstur.

Varð hann á Miklubrautinni, á austurleið Miklubrautar, við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar að því er varðstjóri slökkviliðsins staðfestir í samtali við mbl.is.

Hinir slösuðu hafa þegar verið fluttir af vettvangi og fást ekki frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert