Veginum við Hafnarfjall var lokað um klukkan hálf fimm í dag vegna umferðarslyss að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.
Landhelgisgæslan staðfestir við mbl.is að hinn slasaði hafi verið fluttur með sjúkraflugi og lent hjá Landspítalanum um hálf sex. Frekari upplýsingar um slysið fást ekki að svo stöddu.