3,6 milljónir til Bleiku slaufunnar

Frá afhendingu ágóðans. Alls seldust 380 sparislaufur og var ágóðinn …
Frá afhendingu ágóðans. Alls seldust 380 sparislaufur og var ágóðinn af þeim 3,6 milljónir króna. Ljósmynd/Aðsend

Hátt í 33 þúsund bleikar slaufur seldust til styrktar Krabbameinsfélaginu í ár, þar af 380 sparislaufur, viðhafnarslaufur sem seldar voru í takmörkuðu upplagi, en með sölu á henni einni og sér söfnuðust 3,6 milljónir króna.

Þetta segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu en Hlín Reykdal skartgripahönnuður hannaði Bleiku slaufuna í ár.

Salan á sparislaufunni sló reyndar öll met í ár. Hlín gaf alla sína vinnu við hönnun og framleiðslu á slaufunni. Hún afhenti Krabbameinsfélaginu um 3,6 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni 2021,“ segir í tilkynningunni.

„Það var mér sannur heiður að hanna Bleiku slaufuna í ár og þótti mér einstaklega vænt um að fá að leggja mitt af mörkum fyrir þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra.” er haft eftir Hlín Reykdal í tilkynningunni, þar sem hún þakkar Krabbameinsfélaginu og þeim sem komu að herferðinni,“ er haft eftir Hlín í tilkynningunni.

„Sérstakar þakkir fá þær Dóra Dúna ljósmyndari, Ellen Lofts stílisti og þær 19 mögnuðu konur sem sátu fyrir í myndatökunni með Bleiku slaufuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert