Aldrei hitt pabba minn

„Blóðfaðir minn fór til Bandaríkjanna þegar ég var rúmlega eins …
„Blóðfaðir minn fór til Bandaríkjanna þegar ég var rúmlega eins árs og ég hef engar minningar um hann frá þeim tíma. Ég hef bara séð hann á myndum sem mamma geymdi,“ segir leikkonan Aldís Amah Hamilton sem leikur aðalhlutverkið í Svörtu söndum. mbl.is/Ásdís

Al­dís Amah Hamilt­on, ung og upp­renn­andi leik­kona, er einn hand­rits­höf­unda og aðalleik­ari í Svörtu sönd­um, nýrri seríu í leik­stjórn Bald­vins Z sem frum­sýnd verður á jóla­dag á Stöð 2. Al­dís ætlaði sér aldrei að verða leik­kona en ör­lög­in gripu í taum­ana.

Al­dís er sjarmer­andi og bros­mild með leiftrandi brún augu og fal­lega liðað hár niður á bak. Dökka yf­ir­bragðið fékk hún í arf frá föður sín­um. Við ræðum um lífið og til­ver­una, pabb­ann í Am­er­íku, til­vilj­an­ir sem leiddu hana á leik­list­ar­braut­ina og að sjálf­sögðu Svörtu sanda, glæ­nýja seríu sem frum­sýnd verður um jól­in. Þar leik­ur Al­dís aðal­hlut­verkið, en það er ekki allt og sumt. Hún er einnig einn hand­rits­höf­unda, hún sem ætlaði aldrei að skrifa.

Rétti tím­inn til að hitta pabba

Hin þrítuga Al­dís er fædd í Þýskalandi þar sem for­eldr­ar henn­ar voru bæði ensku­kenn­ar­ar á þeim tíma. Al­dís seg­ist ör­ugg­lega ekki hafa verið plönuð, en fljót­lega eft­ir að hún leit dags­ins ljós slitnaði upp úr sam­bandi for­eldra henn­ar, en faðir henn­ar er banda­rísk­ur.

Aldís er Vesturbæingur í húð og hár og vill hvergi …
Al­dís er Vest­ur­bæ­ing­ur í húð og hár og vill hvergi ann­ars staðar vera. mbl.is/Á​sdís

„Ég á eina hálf­syst­ur pabba meg­in og þrjár stjúp­syst­ur frá upp­eld­ispabba mín­um þannig að ég er mjög rík. Mamma kynnt­ist Ella pabba þegar ég var lít­il og þau hafa verið sam­an síðan. Blóðfaðir minn fór til Banda­ríkj­anna þegar ég var rúm­lega eins árs og ég hef eng­ar minn­ing­ar um hann frá þeim tíma. Ég hef bara séð hann á mynd­um sem mamma geymdi. Það er kannski svo­lítið skrítið en þetta er minn raun­veru­leiki,“ seg­ir hún og seg­ir mann móður sinn­ar strax hafa gengið sér í föðurstað.

„Fólkið manns er þegar allt kem­ur til alls fólkið sem er til staðar, og það var blóðfaðir minn ekki,“ seg­ir Al­dís en seg­ist hafa tekið upp sam­band við hann um ell­efu ára ald­ur­inn.
„Mamma hjálpaði mér að hafa uppi á hon­um og ég sendi hon­um bréf á eina heim­il­is­fangið sem mamma var með, heim til ömmu minn­ar og afa, for­eldra hans. Þau áfram­sendu svo bréfið til hans en í bréf­inu var líka mynd af mér. Hann sendi mér bréf til baka með net­fang­inu hans og við hóf­um tölvu­pósts­sam­band. En hann hringdi einnig annað slagið og sendi mér stund­um gjaf­ir. Núna er auðveld­ara að vera í sam­bandi en áður og síðustu tvö ár hafa sam­skipti okk­ar verið miklu betri og já­kvæðari. Ég er búin að kaupa miða út næsta sum­ar að heim­sækja hann og hitta í fyrsta sinn,“ seg­ir hún en hann býr í L.A.

„Ég upp­lifi alls kon­ar blöndu af til­finn­ing­um,“ seg­ir Al­dís þegar hún er spurð hvort hún sé spennt eða kvíðin.

Það sem ég geri aldrei aft­ur

Við snú­um okk­ur aft­ur að lífs­göng­unni, en Al­dís fór í Versló eft­ir grunn­skól­ann. Hún seg­ir leik­list­ina ekki hafa blundað í sér sem barn og ung­ling­ur.

„En þegar ég horfi til baka má sjá skýr teikn. Ég vildi alltaf verða „per­for­mer“, en þá sem dans­ari og söng­kona. Ég horfði á Beyoncé og hlakkaði mikið til að feta í henn­ar fót­spor,“ seg­ir Al­dís og bros­ir breitt.

Al­dís endaði á að fara í leik­list­ar­nám í LHÍ eft­ir mennta­skóla. Þó var hún í upp­hafi á leiðinni í kín­verska viðskipta­fræði, með stuttu stoppi í Bretlandi.

„Kín­versk viðskipta­fræði var al­veg nýtt fyr­ir­bæri þá,“ seg­ir hún og hlær dill­andi hlátri.
„Eft­ir Versló tók ég próf til að kom­ast inn í ensku­kenn­ara­nám og komst inn. Skól­inn var í Oxford og ég bjó þar í nokkr­ar vik­ur,“ seg­ir hún og hugðist þá í raun feta í fót­spor for­eldr­anna sem eins og áður seg­ir unnu sem ensku­kenn­ar­ar fyr­ir margt löngu. Kenn­ara­rétt­ind­in buðu upp á tæki­færi til að ferðast um heim­inn og þá aðallega aust­ur til Asíu. Hún komst fljótt að því að þetta var ekki hill­an sem hún vildi vera á.

„Þetta var svo erfitt, eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég var lát­in kenna og hafði enga hæfni né þol­in­mæði í það. Eft­ir námið fór ég til Nor­egs með þáver­andi kær­asta og það var eng­in snilld held­ur,“ seg­ir hún og hrist­ir haus­inn.

„Maður lær­ir af öllu. Nú veit ég hvað ég ætla aldrei að vinna við aft­ur,“ seg­ir hún og hlær.

Gerði ein­leik úr upp­sögn­inni

Eft­ir heim­kom­una frá Nor­egi fékk Al­dís fljót­lega þá flugu í höfuðið að sækja um í leik­list­ar­námi eft­ir að hún hitti gaml­an vin fyr­ir til­vilj­un á skemmti­stað.

„Ég hafði þá reynt að kom­ast inn í suðurkór­eska Idolið, en ég hef mik­inn áhuga á Suður-Kór­eu. Mig langaði að syngja og dansa. Svo hitti ég vin minn á djamm­inu sem var á leið í leik­list­ar­nám og hugsaði að kannski væri það málið. Helg­ina eft­ir hitti ég vin­konu sem seg­ir mér að það séu ein­mitt inn­töku­próf í gangi og hún hvet­ur mig til að sækja um; ég hafi engu að tapa. En á þess­um tíma var ég búin að skrá mig í kín­verska viðskipta­fræði og búin að sitja kynn­ing­ar­fund­inn. En ég sótti líka um í Lista­há­skól­an­um og þrátt fyr­ir að klúðra aðeins um­sókn­inni fékk ég samt að fara í inn­töku­prófið.“

Áttir þú al­veg óreynd að fara að leika fyr­ir fram­an dóm­nefnd?

„Já, þetta er djúpa laug­in. Ég komst ekki inn í Nemó, en á loka­ár­inu mínu söng ég í Væl­inu. Ég hafði reynd­ar einu sinni leikið á sviði; það var í Haga­skóla en þar lék ég aðal­hlut­verkið í West Side Story. Nú þegar ég horfi til baka hugsa ég að auðvitað var leik­list­in í spil­un­um, þó ég hafi ekki séð það þá,“ seg­ir hún.

„Inn­töku­próf­in voru rúm­ar þrjár vik­ur með allri biðinni á milli og urðu erfiðari og erfiðari. Ég fæ eig­in­lega tráma­til­finn­ingu þegar ég hugsa til baka, þetta reyndi svaka­lega á mig. Ég var alltaf jafn hissa að kom­ast áfram í næsta holl. Ég bjóst aldrei við því. Svo kom að loka­holl­inu og ég lagði allt und­ir. Ég var þá að vinna á hót­eli og fékk ekki frí sem ég átti inni þessa síðustu próf­helgi þannig að ég sagði upp á staðnum. Ég gerði ein­leik úr þess­ari upp­sögn sem sló í gegn. Ég man þegar ég fékk póst­inn og ég opnaði hann með mömmu og sá að ég hafði verið val­in inn! Ég hoppaði í loft upp og mamma með.“

Reyni að segja já frek­ar en nei

„Stóra tæki­færið kom þegar ég kynnt­ist rann­sókn­ar­lög­reglu­mann­in­um Ragn­ari Jóns­syni sem vann með okk­ur í þátt­un­um Brot. Hann hef­ur kennt leik­ur­um að leika lög­reglu­fólk og hef­ur verið í þess­ari senu lengi. Hann hef­ur mik­inn áhuga á hand­rita­skrif­um og við fór­um eitt­hvað að ræða sam­an. Þá var hann með hug­mynd að þáttaröð sem varð síðar Svörtu sand­ar. Hann átti grunn­hug­mynd­ina og kveikj­an að sög­unni er frá hon­um kom­in. Hann vildi segja sögu af lög­reglu­manni sem fer út á land til að byggja upp fer­il sinn. Ég spurði hvort sú lög­regla gæti ekki verið kona, og þá fór bolt­inn að rúlla,“ seg­ir Al­dís, en hún lék einnig í Kötlu.

Aldís er í aðalhlutverki í Svörtu söndum sem frumsýnt er …
Al­dís er í aðal­hlut­verki í Svörtu sönd­um sem frum­sýnt er á jóla­dag. Glassri­ver/​Ju­liette Row­land

„Það var mjög gam­an að leika í Kötlu en þar vann ég meira sem verktaki. Svörtu sand­ar voru á öðru plani, það er barnið okk­ar!“

Hvernig hófst þessi sam­vinna að skrifa hand­ritið? Hafðir þú skrifað eitt­hvað áður?

„Ég hafði aldrei skrifað og hafði óbeit á skrif­um! Ég vildi frek­ar hætta að leika en að leggja það á mig.“

En hvað gerðist sem breytti þessu?

„Skrif­in lædd­ust aft­an að mér. Til að und­ir­búa mig fyr­ir Brot sendi Ragn­ar mér er­lenda glæpaþætti sem hon­um fannst raun­veru­leg­ir. Þá hófst okk­ar sam­band á Face­book og í kjöl­farið bað hann mig að hitta sig á kaffi­húsi til að fá inn­legg í skrif­in frá konu. Hann var þá kom­inn með ann­an fót­inn inn í fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Glassri­ver. Ég hitti hann og það endaði á að við sát­um í þrjá tíma og fór­um á flug. Stuttu síðar bað hann mig að vinna að hand­rit­inu með sér. Ég er að venja mig á að segja já frek­ar en nei… og ákvað því að segja já! Við gerðum þá drög að per­són­um, en ég fékk mikla hvatn­ingu frá mömmu sem er rit­höf­und­ur og hörkupenni,“ seg­ir Al­dís en móðir henn­ar heit­ir Alda Helen Sig­munds­dótt­ir.

„Bald­vin Z hafði þá verið að leita að nýju efni og þetta rímaði vel við hans pæl­ing­ar. Svörtu sand­ar eru lög­reglu­sería en þætt­irn­ir snú­ast mjög mikið um líf karakt­er­anna, sam­skipti og fortíð. Bald­vin er fyr­ir drama,“ seg­ir Al­dís og seg­ir að þau þrjú ásamt Andra Ótt­ars­syni hafi sest niður og skrifað út sög­una. Í fram­hald­inu sneri Andri sér að öðrum verk­efn­um á meðan þau unnu hand­ritið, en hún nefn­ir þó að Andri hjá Glassri­ver eigi ennþá heil­mikið í þátt­un­um.
„Þetta gekk fá­rán­lega smurt fyr­ir sig og við vor­um kom­in með full­klárað hand­rit á mettíma.“

Saga af upp­gjöri, ást og harmi

Tök­ur hóf­ust í apríl og seg­ir Al­dís að þær hafi gengið glimr­andi vel.

„Bald­vin held­ur tryggð við sama fólkið og teymið í kring­um hann er eins og fjöl­skylda. Þetta hefði ekki getað farið bet­ur. Veðrið var það eina sem setti strik í reik­ing­inn. Á þrítugsaf­mæl­is­deg­in­um fagnaði ég í sól og blíðu hér í Reykja­vík. Degi seinna hóf­ust tök­ur á Kirkju­bæj­arklaustri en þá var kom­inn blind­byl­ur og allt var á kafi í snjó. Sag­an ger­ist að vori til þannig að það þurfti að breyta tökuplan­inu á staðnum. Sum­ir leik­ar­ar enduðu fast­ir uppi á hót­eli að bíða eft­ir nýj­um töku­dög­um,“ seg­ir hún.

Aldís leikur á móti Þór Tulinius í Svört söndum.
Al­dís leik­ur á móti Þór Tul­inius í Svört sönd­um. Glassri­ver/​Ju­liette Row­land

„Sag­an er um lög­reglu­kon­una Anítu sem fer aft­ur á heima­slóðir, á Gler­ársanda. Hún hef­ur ekki hitt mömmu sína í fimmtán ár og stíg­ur því inn í óupp­gerða fortíð sína. Morð er framið, en aðallega er þetta saga af flókn­um fjöl­skyld­um, mæðgum og upp­gjöri þeirra,“ seg­ir hún.

„Þetta er líka ástar­saga, saga af vináttu og saga af harmi. Þetta er eig­in­lega allt nema glæpasería!“ seg­ir hún og seg­ir þætt­ina ekki um hetj­ur sem bjarga deg­in­um, held­ur um mann­legt fólk með sína breysk­leika. Þætt­irn­ir eru átta tals­ins og verða fyrstu tveir sýnd­ir á jóla­dag og ann­an í jól­um.

Mun halda í hönd­ina á mömmu

Ertu ekki spennt?

„Jú, en ég er líka drullu­stressuð!“ seg­ir hún og seg­ir að hvað sem ger­ist, hafi það allt verið þess virði. Hún seg­ir það hafa verið frá­bært að vinna und­ir leik­stjórn Bald­vins.
„Hann er „eitt­hvað annað“. Við erum líka orðin svo ótrú­lega góðir vin­ir. Hver dag­ur á setti var svo skemmti­leg­ur. „Crew“-ið og all­ir sem komu að þessu standa mér ofsa­lega nærri. Við urðum lít­il fjöl­skylda finnst mér. Jafn­vel þótt serí­an floppi gjör­sam­lega lifi ég á því hvað var ofsa­lega gam­an hjá okk­ur. Ég held ekk­ert að það ger­ist en auðvitað er maður alltaf með efa­semd­ir um sjálf­an sig. En ég er ekk­ert ein í þessu. Bald­vin nær því­lík­um stjörnu­leik fram úr þess­um hópi leik­ara.“

Aldís vildi alltaf dansa og syngja en endaði í leiklist …
Al­dís vildi alltaf dansa og syngja en endaði í leik­list og sér ekki eft­ir því. mbl.is/Á​sdís

Við för­um að slá botn­inn í sam­talið en það er ekki úr vegi á þess­um árs­tíma að spyrja hvernig jól­in henn­ar verða.

„Ég verð í næstu götu hjá mömmu og pabba með hund­inn okk­ar. Svo horf­um við sam­an á Svörtu sanda á jóla­dag og ég þarf ör­ugg­lega að halda í hönd­ina á mömmu!“

Ítar­legt viðtal er við Al­dísi í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 


Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert