Allur þingflokkur Viðreisnar smitaður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ein þeirra smituðu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er ein þeirra smituðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur greinst með kórónuveirusmit.

Þar með hefur allur þingflokkurinn, sem telur fimm manns, greinst smitaður af Covid-19 í dag og í gær.

„Þingið verður áfram starf­hæft. Við hljót­um að reyna að haga okk­ar skipu­lagi þannig að við náum að klára þessi verk­efni á til­sett­um tíma en reyna um leið að taka til­lit til þess­ara aðstæðna,“ sagði Birg­ir Ármannsson forseti Alþingis í sam­tali við mbl.is fyrr í dag.

Auk þingmanna Viðreisnar hefur Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greinst smituð af veirunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka