Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur greinst með kórónuveirusmit.
Þar með hefur allur þingflokkurinn, sem telur fimm manns, greinst smitaður af Covid-19 í dag og í gær.
„Þingið verður áfram starfhæft. Við hljótum að reyna að haga okkar skipulagi þannig að við náum að klára þessi verkefni á tilsettum tíma en reyna um leið að taka tillit til þessara aðstæðna,“ sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við mbl.is fyrr í dag.
Auk þingmanna Viðreisnar hefur Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, greinst smituð af veirunni.