Dæmdur til að greiða 56 milljónir

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Rúnar Ingva Eiríksson í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 56 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum.

Rúnar var ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum einkafélagsins Fiskflök á lögmætum tíma árið 2018 og fyrir að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti sem var innheimtur 2018.

Fyrir dómi kemur fram að Rúnar hafi einnig verið ákærður fyrir peningaþvætti en sé einungis dæmdur fyrir skattalagabrotin, sem hann játaði fyrir dómi.

Með vísan til málsins þykir hæfilegt að Rúnar sæti fangelsi í níu mánuði en fresta skal fullnustu þess hluta refsingarinnar í tvö ár frá birtingu dóms þessa að telja haldi hann almennt skilorð, segir í niðurstöðu dómara.

Hann er einnig dæmdur til að greiða sekt til ríkissjóðs að fjárhæð 56.470.000 og greiðist sektin ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dóms varðar það árs fangelsi. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið tillit til innborgunar Rúnars á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir apríl 2019.

Dóminn má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert