„Ekki viljum við að það kvikni í hjá okkur“

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brýnir fyrir fólki að tryggja eldvarnir og sjá til þess að eldvarnarteppi séu á sínum stað fyrir jólahátíðina. Slík teppi er „gott að hafa við höndina ef illa fer.“

„Nauðsynlegt er að fara yfir notkun þess og hvernig eigi að bera sig af ef það kemur upp eldur í feitispotti. Ekki viljum við að það kvikni í hjá okkur og eyðileggi jólahátíðina,“ segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

„Förum nú varlega og pössum okkur.“

Nóg var að gera í sjúkra- og covid flutningum hjá slökkviliðinu síðastliðinn sólarhring. Þá var eitt útkall á slökkvibíl vegna þriggja bíla áreksturs. Fimm voru fluttir á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert