Eldur kviknaði í lágreistri viðbyggingu við hús á Frakkastíg í miðborg Reykjavíkur nú í morgun. Slökkviliðið er á staðnum. Samkvæmt upplýsingum þaðan var ekki um mikinn eld að ræða en nokkur reykur steig þó upp frá viðbyggingunni.
Sá sem býr á staðnum var kominn út af heimili sínu þegar slökkvilið bar að garði.
Eldurinn hefur verið slökktur að mestu og vinnur slökkvilið nú í því að rífa klæðningu hússins.
Vísir greindi fyrst frá því að eldurinn væri kviknaður.