Hvar verða börn bólusett?

Bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára hófst af …
Bólusetning barna á aldrinum 12 til 15 ára hófst af alvöru í ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því að hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára skömmu eftir áramót. Nákvæm útfærsla á framkvæmdinni liggur þó ekki fyrir en meðal þess sem er til skoðunar er að bólusetningarnar fari fram í grunnskólum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekki eru allir sáttir við áform um það en Samtökin frelsi og ábyrgð hafa sent bréf til almannavarna þar sem lýst er áhyggjum vegna áætlana um að bólusetja börn í húsnæði skólanna.

„Verði þessum áætlunum framfylgt má leiða líkur að því að það verði á allra vitorði, nemenda og starfsfólks skólans, hverjir hafa eða hafa ekki fengið umrædda sprautu,“ segir í bréfinu. Kemur þar einnig fram að slíkar upplýsingar gætu leitt til félagslegrar útskúfunar þar sem óbólusettu börnin gætu þótt hættuleg eða óhrein. Gengur þetta gegn markmiðum íslenskra laga um grunnskóla, þar á meðal um almenna skólaskyldu og um skóla án aðgreiningar, að því er segir í bréfinu.

Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir beiðni heilbrigðisyfirvalda um að nýta húsnæði skólanna til bólusetninga enn til skoðunar. Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun hafi hún verið rædd en fundað verður með heilsugæslunni á mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert