Langförull sílamáfur í Marokkó

Sílamáfurinn fannst í Marokkó. Mynd úr safni.
Sílamáfurinn fannst í Marokkó. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síla­máf­ur merkt­ur á Íslandi fannst í Mar­okkó á síðasta ári og hafði hann þá ferðast um 3.555 kíló­metra. Fregn­ir voru í fyrra af 36 lit­merkt­um ís­lensk­um síla­máf­um er­lend­is og eyddu þeir flest­ir vetr­in­um á hefðbundn­um slóðum á Íberíu­skaga.

Óvenjuf­á­ar lang­ferðir voru meðal end­ur­heimta árs­ins, að því er fram kem­ur í sam­an­tekt Guðmund­ar A. Guðmunds­son­ar og Svenju N.V. Auhage hjá Nátt­úru­fræðistofn­un Íslands um fugla­merk­ing­ar 2020 og end­ur­heimt merktra fugla. Þar kem­ur fram að rauðbryst­ing­ur hafði flogið 3.225 kíló­metra þegar hann end­ur­heimt­ist í Portúgal og til­dra hafði lagt 2.682 kíló­metra að baki þegar hún fannst, einnig í Portúgal.

Af öðrum ferðalöng­um síðasta árs má nefna að stutt­nefja hafði flogið tæp­lega 2.700 kíló­metra við end­ur­heimt í Kan­ada, skóg­arþröst­ur 2.632 kíló­metra við end­ur­heimt á Spáni og lóuþræll hafði lagt 2.416 kíló­metra að baki við end­ur­heimt í Frakklandi.

Það þykir ekki til sér­stakra tíðinda að ís­lensk­ir skúm­ar hafi fund­ist í 14 lönd­um, meðal ann­ars í Ung­verjalandi, Ísra­el, Bras­il­íu, Guy­ana, Venesúela og Als­ír. Hefðbundn­ar vetr­ar­stöðvar skúms eru víðs veg­ar um Atlants­hafið norðan miðbaugs. Krí­an flýg­ur allra fugla lengst á vetr­ar­stöðvarn­ar í haf­ísn­um um­hverf­is Suður­skautslandið og hafa merkt­ar krí­ur end­ur­heimst í fjöl­mörg­um lönd­um Vest­ur-Afr­íku.

85.585 snjó­titt­ling­ar merkt­ir

Síðasta ár, 2020, var 100. ár fugla­merk­inga á Íslandi og það 89. í um­sjón Íslend­inga. Af­mælis­árið markaðist af heims­far­aldri og óvenju­lítið var merkt af fugl­um, seg­ir í skýrsl­unni. Sverr­ir Thor­sten­sen var af­kasta­mest­ur við fugla­merk­ing­ar með 2.269 ný­merkta fugla, í Fugla­at­hug­un­ar­stöð Suðaust­ur­lands voru merkt­ir 2.164 fugl­ar og Björn Hjalta­son merkti 885 fugla.

Mest var merkt af skóg­arþröst­um í fyrra, 2.798 fugl­ar. Frá upp­hafi merk­inga hafa verið merkt­ir 85.585 snjó­titt­ling­ar. Í næsta sæti er lund­inn en alls hafa 81.683 lund­ar verið merkt­ir og 75.962 skóg­arþrest­ir.

Til árs­loka 2020 höfðu alls 58.900 ís­lensk merki end­ur­heimst inn­an­lands. 38.507 þeirra hafa fund­ist eða náðst aft­ur á merk­ing­arstað en 20.392 í eins kíló­metra fjar­lægð eða meira frá merk­ing­arstað. Alls hafa 8.114 ís­lensk merki end­ur­heimst er­lend­is og auk þess hafa 4.705 er­lend merki end­ur­heimst á Íslandi.

Snjótittlingar á Seltjarnarnesi.
Snjó­titt­ling­ar á Seltjarn­ar­nesi. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Fjór­ir nýir flæk­ing­ar

Fjór­ar nýj­ar teg­und­ir flæk­ings­fugla voru merkt­ar á síðasta ári. Þrír fugl­anna náðust í Ein­ars­lundi við Höfn í Hornafirði; trjá­titt­ling­ur, blá­skotta og dulþröst­ur. Fjórða nýja teg­und­in var el­rigreip­ur sem náðist í lundi á Hvalsnesi á Reykja­nesskaga.

Skrofan sem merkt var í Vestmannaeyjum 1991 eldist enn.
Skrof­an sem merkt var í Vest­manna­eyj­um 1991 eld­ist enn. Ljós­mynd/​Yann

Lang­líf skrofa eld­ist enn

Skrofa sem Jó­hann Óli Hilm­ars­son merkti sem full­orðna á hreiðri í Ystakletti í Vest­manna­eyj­um í júní 1991, þá lík­lega a.m.k. sex ára, eld­ist enn. Ingvar A. Sig­urðsson fann hana í Ystakletti 29 árum síðar þann 16. júní 2020, þá ekki minna en 35 ára gamla. Skrof­an skrá­ir sig því enn sem hand­hafa hæsta þekkta skrofuald­urs á Íslandi.

Greint er frá fleiri ís­lensk­um ald­urs­met­um í skýrsl­unni. Þannig var til­kynnt um storm­svölu, sem Jó­hann Óli Hilm­ars­son merkti í Elliðaey, Vest­manna­eyj­um 19. júní 1991 og var hún þá að minnsta kosti árs­göm­ul. Erp­ur Snær Han­sen fangaði hana að nýju í net á sama stað 28 árum síðar, 24. júní 2019. Fugl­inn var þá a.m.k. 29 ára og velti úr sessi storm­svölu sem Erp­ur merkti 20. ág­úst 1988 og Ingvar end­ur­veiddi á sama stað 7. ág­úst 2016. Sá fugl var líka að minnsta kosti 29 ára, en dag­setn­ing­ar gáfu til kynna að hann væri 18 dög­um yngri.

Rit­an sem Ævar Peter­sen merkti sem unga í hreiðri 18. júlí 1995 í Klofn­ingi við Flat­ey fannst rek­in nýdauð 21. júlí 2020 í Teinær­ings­vogi á Flat­ey. Hún var réttra 25 ára og aðeins 58 dög­um eldri en sú sem hún velti úr efsta sæt­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert