Auðvelt var fyrir almenning að fylgjast með störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt þar sem hún tísti hverju verkefninu á fætur öðru.
Síðasta tístið í tíströðinni, sem kölluð er Löggutíst, var um ökumann sem mældur var á 170 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 80. Ökumaðurinn var ekki einungis grunaður um ölvunarakstur heldur einnig um að vera smitaður af kórónuveirunni.
Færslur lögreglunnar eru nokkuð margar en hér eru nokkrar endurbirtar.
Bar opinn lengur en sóttvarnareglur leyfa:
Tilkynnt um opin bar kl. 23:27 en allir vita það að barir eiga að loka kl. 22 og fólk á að vera farið út kl. 23... og líka kisur#löggutíst
— LRH (@logreglan) December 18, 2021
Önnu
Önnur samkoma sem mögulega fór yfir línuna, þó ekkert minnst á kisur:
Eftirlit með samkomustöðum í borginni. Grunur um brot á sóttvarnarreglum á einum stað. #löggutíst
— LRH (@logreglan) December 17, 2021
Stúlka óskaði eftir aðstoð:
Stúlka óskaði eftir aðstoð þar sem hún var hrædd við aðrar stúlkur sem hótuðu henni barsmíðum #löggutíst
— LRH (@logreglan) December 17, 2021
Blásið og blásið:
386 blésu í ölvunartékki í miðborginni. 2 voru handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. 1 fékk sekt fyrir að nota farsíma við akstur.#löggutíst
— LRH (@logreglan) December 17, 2021
Lögreglan stökk til:
Óskað eftir lögreglu á vettvang þar sem maður sé að reyna að draga konu inn í bíl gegn vilja sínum. Við á vettvang.#löggutíst
— LRH (@logreglan) December 18, 2021
Ekki fylgir sögunni hver ástæða þessa var:
Tilkynnt um ölvaða manneskju sem virðist vera að ganga viljandi fyrir hlaupahjól.#löggutíst
— LRH (@logreglan) December 18, 2021