Nokkur hundruð mótmæltu aðgerðum

Mótmælagangan hófst fyrir framan Stjórnarráðið og endaði á Ingólfstorgi.
Mótmælagangan hófst fyrir framan Stjórnarráðið og endaði á Ingólfstorgi. mbl.is/Óttar

Fjöldi fólks fylkti liði í miðbæ Reykjavíkur til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í dag. Svo virðist sem nokkur hundruð manns hafi lagt leið sína niður í bæ í því skyni.

Þeir sem fóru fremstir í flokki voru í miklum ham og mátti heyra baráttutónlist spilaða undir þegar fólk þrammaði niður Laugaveginn.

Gangan hófst í dag klukkan 16 og hélt hún frá Stjórnarráðinu, upp Hverfisgötu, að Laugaveginum og endaði að lokum á Austurvelli.

mbl.is/Óttar

Málband í skóinn

„Hvað fékkstu í skóinn, ég fékk 2ja metra málband“ og „Er skólinn griðastaður barna?“ voru meðal þeirra spurninga sem mótmælendur veltu upp á skiltum sínum, en ef marka má auglýsingu göngunnar, sem aðstandendur kusu að kalla friðargöngu, hafa mótmælendur miklar áhyggjur af velferð barna.

Voru mótmælendur meðal annars beðnir að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum:

  • „Finnst okkur í lagi að setja hraust fólk í stofufangelsi án ástæðu, dettur einhverjum í hug mannréttindabrot?“
  • „Eru hraðpróf farin að stjórna öllu í lífi okkar? Finnst okkur í lagi að nota börn sem skjöld til þess að ,,stoppa faraldur“?“
  • „Ætlum við að sætta okkur við frelsisskerðingar hvenær sem yfirvöldum dettur í hug?“
Skiltin við Alþingishúsið.
Skiltin við Alþingishúsið. mbl.is/Inga Þóra

Stemning á Austurvelli

Mikil stemning ríkir nú á Austurvelli þar sem gangan endaði og hafa mótmælendur stillt skiltum sínum upp við Alþingishúsið þar sem þau liggja í tuga vís. Jólalög óma úr hátalarakerfum og hefur undirskriftarlista verið komið á fót. 

Ljóst er að mótmælendur eru hvergi nærri hættir en næsta ganga verður haldin milli jóla og nýárs.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert