Rauðar tölur á landinu í dag

Mild suðlæg átt er á landinu í dag, það verður skýjað og smá væta með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi upp úr hádegi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

Útlit er fyrir að hitastig haldist yfir frostmarki víðast hvar á landinu í dag og á morgun.

„Á morgun er búist við svipuðu veðri, en samfelldari rigningu um tíma við vesturströndina. Hægur vindur og yfirleitt þurrt á mánudag, síðan er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt með kólnandi veðri,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert