Fækkar um einn á spítala

Einn er á gjörgæslu. Hann er í öndunarvél.
Einn er á gjörgæslu. Hann er í öndunarvél. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

12 manns liggja nú á Landspítala vegna Covid-19, einum færri en í gær. Einn er á gjörgæslu og í öndunarvél.  

1.708 sjúklingar eru í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans, þar af 595 börn.

Landspítali er á hættustigi.

200 kórónuveirusmit greindust innanlands í dag og er faraldurinn í vexti. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áður sagt að það taki eina til tvær vikur fyrir vöxt í smitum til að birtast í fjölgun innlagna á spítala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert