Aðventuhátíð og 50 ára vígsluafmæli Bústaðakirkju fór fram í dag.
Séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra Þorvaldur Víðisson þjónuðu ásamt séra Kristjáni Björnssyni vígslubiskupi í Skálholti og frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands, sem flutti ávarp og leiddi bæn.
Eliza Reid forsetafrú og Þorsteinn Ingi Víglundsson, formaður sóknarnefndar, fluttu ávarp.
Edda Austmann og Jóhann Friðgeir Valdimarsson sungu lög. Matthías Stefánsson lék á fiðlu.
Kammerkór Bústaðakirkju flutti syrpu af jólalögum í útsetningu Guðna Guðmundssonar heitins, fyrrum organista kirkjunnar.