Fyrsti einhverfi formaður Einhverfusamtakanna

Svavar Kjarrval Lúthersson tölvunarfræðingur, laganemi og starfandi formaður Einhverfusamtakanna.
Svavar Kjarrval Lúthersson tölvunarfræðingur, laganemi og starfandi formaður Einhverfusamtakanna.

Svavar Kjarrval Lúthersson er starfandi formaður Einhverfusamtakanna um þessar mundir, meðan Inga Aronsdóttir formaður samtakanna er í leyfi. Er þetta í fyrsta skipti sem einstaklingur með einhverfugreiningu sinnir formennsku Einhverfusamtakanna.

Svavar hefur setið í stjórn samtakanna í tíu ár, með eins árs hléi, en telur að rödd hans sé enn sterkari í hlutverki formanns. Sem einhverfur einstaklingur hafi hann tök á að koma með ákveðin sjónarmið að borðinu.

Hann segir vel mögulegt að hann muni í framhaldinu gefa kost á sér til formennsku samtakanna.

Nóg fyrir stafni

Næstu verkefni innan samtakanna eru ekki sérstaklega tengd formennskuhlutverkinu, að sögn Svavars en þrátt fyrir það situr hann ekki auðum höndum.

„Það er eins og ég setji mig alltaf í fleiri og fleiri verkefni.“

Svavar er í málefnahópi Öryrkjabandalags Íslands  um atvinnu- og menntamál, auk þess sem hann stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands og heldur úti vefsíðunum urskurdir.stuff.is og gomulprof.stuff.is.

Svavar Kjarrval lauk háskólanámi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og hóf svo nám í lögfræði árið 2017.

Tilbúinn að víkka út þjónustu sína

Hann hefur náð að samtvinna þekkingu sína á þessum ólíku sviðum og útbjó vefsíðuna gomulprof.stuff.is, sem hefur átt góðu fylgi að fagna meðal háskólanema í lögfræði. Með henni hefur hann gert aðgengileg gömul próf við deildina, úrlausnir og rökstuðning. 

Svavar segist vel tilbúinn að skoða að víkka þessa þjónustu sína út og sækja inn á mið annarra fræðasviða, ef áhugi er á því.

Þessa stundina vinnur Svavar einnig að því að skanna inn gömul stjórnartíðindi, sem hann hefur fengið frá dómsmálaráðuneytinu, á vefsíðuna sína urlausnir.stuff.is.

Markmið þess vefs er að gera eldri dómsúrlausnir aðgengilegar almenningi á stafrænu formi án endurgjalds. Þar er jafnframt hægt að fletta upp tölfræði og einstaka hugtökum. 

Laganemar við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár notið góðs af …
Laganemar við Háskóla Íslands hafa undanfarin ár notið góðs af framtaki Svavars við að gera gömul próf aðgengileg á síðu sinni gomulprof.stuff.is. Ljósmynd/HÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert