Bakhús við Frakkastíg skemmdist töluvert þegar eldur breiddist út í því í gær, að því er fram kemur í færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu á Facebook. „Þykir mildi að eldurinn skyldi ekki breiðast frekar út,“ segir í færslunni.
Árvökull vegfarandi kom auga á eld og reyk í húsinu í gærmorgun og hringdi þá í Neyðarlínuna.
Slökkviliðinu tókst nokkuð hratt að ráða niðurlögum eldsins.
Engan sakaði í brunanum.