Kólnandi veður

Kuldaboli er á leiðinni.
Kuldaboli er á leiðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurstofa Íslands spáir sunnanátt í dag, víða 5 til 13 metrum á sekúndu, rigningu á Vesturlandi og smá vætu sunnantil. Þurrt verður að kalla norðaustan- og austanlands. Hitatölur verða á bilini 0 til 8 stig.

„Fremur hæg suðvestanátt á morgun. Skýjað og sums staðar þokuloft eða súld, en bjart með köflum á austanverðu landinu. Hiti breytist lítið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

„Á þriðjudag er spáð norðan- og norðaustanátt, yfirleitt 3-8 m/s. Dálítil él við suður- og austurströndina, kólnandi veður.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert