Lögreglan lýsir eftir Almari Yngva

Lögreglan lýsir eftir Almari Yngva.
Lögreglan lýsir eftir Almari Yngva. Ljósmynd/Aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Almari Yngva Garðarssyni, sem er 29 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Almar Yngvi er 190 sm að hæð, grannur, dökkhærður og með skeggrót. Hann er sennilega klæddur í hvíta hettupeysu, svörtu 66 vesti og gráum íþróttaskóm, að því er segir í tilkynningunni.

Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli kl. tvö og þrjú síðastliðna nótt. Almar gæti verið á bifreiðinni HUX90 sem er grár Chevrolet Spark bílaleigubíll. 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Almars eru beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert