Síðasti dagurinn blásinn af vegna smita

Smit meðal barna í grunnskólum raska skólastarfi. Vesturbæjarskóli í Reykjavík.
Smit meðal barna í grunnskólum raska skólastarfi. Vesturbæjarskóli í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Covid-19 hef­ur víða raskað skóla­starfi und­an­farn­ar vik­ur og mánuði en nú ör­fá­um dög­um fyr­ir jól hafa skóla­stjórn­end­ur í Vest­ur­bæj­ar­skóla tekið ákvörðun um að af­lýsa jóla­skemmt­un sem átti að fara fram á morg­un vegna kór­ónu­veiru­smita. Þetta staðfest­ir Mar­grét Ein­ars­dótt­ir skóla­stjóri.

Að sögn Mar­grét­ar hafa þó nokk­ur smit verið að grein­ast síðustu viku meðal nem­enda og þótti því ráðlegt að af­lýsa síðasta skóla­deg­in­um, sem er á morg­un. Átti þá jóla­skemmt­un að fara fram. Þetta var gert í sam­ráði við skóla- og frí­stundaráð Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hún gat ekki staðfest hversu mörg smit væri um að ræða en að sögn Mar­grét­ar eru smit­in fyrst og fremst að ber­ast milli barn­anna í yngri bekkj­un­um en þau sem eldri eru hafa mörg hver verið bólu­sett.

For­eldr­ar hvatt­ir til að hafa börn heima

Þá hef­ur for­eldr­um barna í Mýr­ar­húsa­skóla á Seltjarn­ar­nesi einnig verið boðinn sá kost­ur að halda börn­um sín­um heima á morg­un þegar jóla­skemmt­un fer fram á síðasta degi skól­ans vegna smita. Ólína Elín Thorodd­sen skóla­stjóri staðfesti þetta.

Í tölvu­pósti sem send­ur var for­eldr­um kem­ur fram að nokk­ur smit hefðu greinst hjá nem­end­um í öll­um þriðju bekkj­um og ein­um kenn­ara í sama ár­gangi. Væri því fjöldi nem­enda kom­inn í sótt­kví. 

Smit­in ein­angr­ast þó ekki við þriðju bekk­ina. 

„Ég hvet ykk­ur for­eldra til þess að taka heima­próf á ykk­ar börn­um og
helst að senda þau ekki í skól­ann á morg­un ef þið hafið mögu­leika á að hafa þau heima,“ seg­ir í tölvu­póst­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert