Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður var metinn hæfastur umsækjenda um skipun dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands. Þau Nanna Magnadóttir formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, voru metin hæfust af umsækjendum til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda í embættin, en nefndin hefur skilað umsögn sinni. Voru embættin auglýst laus til umsóknar 15. október. Samtals bárust níu umsóknir í stöðuna við Héraðsdóm Reykjavíkur, en einungis tveir sóttu um embættið við Héraðsdóm Suðurlands.
Tekur nefndin fram í umsögn sinni að þau Nanna og Þorsteinn séu hæfust og að ekki verði gert upp á milli þeirra. Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Þorgeir Örlygsson.