Fallist á viðbótargreiðslu til öryrkja

Í síðustu viku lögðu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd fram breytingartillögu …
Í síðustu viku lögðu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd fram breytingartillögu við fjáraukalög þess efnis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samstaða náðist í fjárlaganefnd um tillögu stjórnarandstöðunnar að greiða öryrkjum 53.000 aukagreiðslu skattfrjálst og skerðingarlaust.

Stjórnarandstaðan hefur undanfarið barist fyrir því að ríkisstjórnin greiði öryrkjum eingreiðslu líkt og gert var fyrir síðustu jól.

Í síðustu viku lögðu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd fram breytingartillögu við fjáraukalög þess efnis. Í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar segir að það séu því gleðitíðindi að stjórnarmeirihlutinn hafi loks fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar og að fjárlaganefnd standi að baki slíkri tillögu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert