Fannst látinn

mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu um að Almar Yngvi Garðarsson, sem ekkert hafði spurt til síðan um aðfaranótt sunnudags, hafi fundist látinn í kvöld. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Almar Yngvi var 29 ára og lætur hann eftir sig sambýliskonu og einn son. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að aðstandendur vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við leitina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert