Götulokanir á Þorláksmessu vegna mannfjölda

Jólastemning á Þorláksmessu á Laugavegi í fyrra.
Jólastemning á Þorláksmessu á Laugavegi í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkuð verður um götulokanir í miðbænum á Þorláksmessu að beiðni ríkislögreglustjóra, til þess að skapa rými vegna aukins mannfjölda sem leggur leið sína á Laugaveg og nágrenni þann daginn.

Laugarvegur verður lokaður frá Ingólfsstræti að Barónsstíg, auk þess sem kaflar Ingólfsstrætis, Smiðuvegar, Klapparstígs, Vatnsttígs, Frakkastígs og Vitastígs, sem liggja nærri Laugavegi, verða lokaðir.

Kortið sýnir lokanir á Þorláksmessu.
Kortið sýnir lokanir á Þorláksmessu. Kort/Reykjavíkurborg

Lokað frá 14.00 til 23.00

Götulokanirnar standa yfir allan daginn frá klukkan 14.00 til 23.00 en vöruafgreiðsla verður heimil frá klukkan 7 til 14. 

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að með þessu sé gætt að öryggi vegfarenda og myndað aukið rými fyrir gesti borgarinnar en ennrfemur skapað betra verslunar- og þjónustuumhverfi á Þorláksmessu, en í tilkynningunni er einnig vísað til gildandi sóttvarnareglna.

Nánari útlistun á lokunarsvæðum má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert