Af alls sex varaþingmmönnum sem tóku sæti á Alþingi í dag undirrituðu fimm þeirra drengskaparheit að stjórnarskránni í morgun. Kórónuveiran hefur sent þingflokk Viðreisnar eins og hann leggur sig í snemmbært jólafrí auk þess sem Oddný G. Harðardóttir úr Samfylkingu er smituð.
Sérstakur þingfundur var haldinn klukkan níu í morgun þar sem undirritanir drengskaparheita voru afgreiddar.
Ljósmyndari mbl.is fór á Alþingi og náðir myndum af því þegar Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sem tekur sæti fyrir Guðbrand Einarsson úr Viðreisn, Elín Anna Gísladóttir, sem tekur sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Thomas Möller, sem tekur sæti Sigmars Guðmundssonar, og Daði Már Kristófersson, sem tekur sæti fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson, undirrituðu drengskaparheit sín.