Leita Almars meðfram ströndinni

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun kemba ströndina frá Þorlákshöfn að Straumsvík í dag í leit sinni að Almari Yngva Garðarssyni, sem fyrst var lýst eftir í gær.

Þyrlan var ekki farin af stað þegar blaðamaður ræddi við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, um klukkan hálfeitt en stutt var í að hún færi í loftið.

Hugsanlega verður einnig flogið inn í Hvalfjörðinn.

Bíllinn sem Almar hefur til umráða.
Bíllinn sem Almar hefur til umráða. Ljósmynd/Lögreglan

Björgunarsveitarmenn munu einnig aðstoða við leitina að Almari en síðast sást til hans aðfaranótt sunnudags.

Leitað verður á suðvest­ur­horn­inu, þar á meðal á vega­slóðum. Talið er að Alm­ar hafi verið á grá­um bíla­leigu­bíl af teg­und­inni Chevr­olet Spark með bíl­núm­er­inu HUX90. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert