Rannsaka orsök lundadauða

Lundar á flugi eftir æti.
Lundar á flugi eftir æti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tugum dauðra lunda hefur skolað upp á strandlengju Orkneyja, eyjaklasa norðan við Katanes, hérað á norðurodda Skotlands, síðustu daga. Sérfræðingar vinna nú að því að rannsaka hver orsökin kann að vera en talið er ólíklegt að um sé að ræða fuglaflensu.

Nokkra lunda hefur skolað upp á strandlengjuna við lífsmark og þeim veitt meðferð hjá dýralæknum og þeir rannsakaðir. Í samtali við Morgunblaðið segir Erpur Hansen líffræðingur, að sérfræðingar telji líklegast að þessi lundadauði sé vegna stormasamrar veðráttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert