Sérstakur fundur í dag vegna smitanna í Viðreisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gantast við Hönnu Katrínu Friðriksson, …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gantast við Hönnu Katrínu Friðriksson, flokkssystur sína, og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra úr röðum Framsóknar liggur á hleri. mbl.is/Arnþór Birkisson

Alls fimm nýir þingmenn setjast á Alþingi í fyrsta sinn í dag og skrifa því undir drengskaparheit að stjórnarskránni. Klukkan 9 verður raunar sérstakur þingfundur haldinn til þess að afgreiða þetta. 

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir við mbl.is að sex varaþingmenn taki sæti í dag, þar af fimm nýir. 

Þetta er vegna þess að allur þingflokkur Viðreisnar hefur þurft frá að hverfa vegna kórónuveirunnar. Meirihluti flokksins verður í einangrun yfir hátíðarnar.

Jón Steindór snýr aftur

Einn fyrrverandi þingmaður flokksins, Jón Steindór Valdimarsson, fyllir í skarðið í dag en undirritar ekki drengskaparheit þar sem hann hefur áður setið á þingi. Hann tekur sæti í stað Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur. 

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi varaþingmaður sama …
Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi varaþingmaður sama flokks. Hann snýr aftur í þingið í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn varaþingmaður úr röðum Samfylkingarinnar, Viktor Stefán Pálsson, tekur sæti í dag fyrir Oddnýju Harðardóttur, fyrrverandi formann flokksins, sem tilkynnti nýverið að hún hafi greinst með veiruna.

Þar að auki undirrita drengskaparheit í dag Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sem tekur sæti fyrir Guðbrand Einarsson úr Viðreisn, Elín Anna Gísladóttir, sem tekur sæti fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Thomas Möller, sem tekur sæti Sigmars Guðmundssonar, og Daði Már Kristóferssson, sem tekur sæti fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert